H v e r a f u g l

Tónlistarhátíðin Hverafugl verður haldin í fyrsta skipti árið 2026 í Hveragerði frá 26. júní til og með 28. júní. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem Caput, Siggi Strokkvartett, KIMI Ensemble, Óskar Guðjónsson og fleiri koma fram. Einnig stendur hátíðin fyrir myndlistar- og ljóðagjörningum víðsvegar um bæinn. Listrænir stjórnendur eru Halldór Smárason, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir.

Frekari upplýsingum um hátíðina verður deilt á síðunni á næstu vikum.